Fíll í felum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. janúar 2014 06:00 Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar