Lýðræði í blíðu og stríðu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun