Var þetta allt „og“ sumt? Almar Guðmundsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar