Jólin mín, jólin þín og áramótin Teitur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun