Fallega dóttir mín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar