Grunnþjónusta í stað gæluverkefna Kjartan Magnússon skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun