Að plata ónæmiskerfið Teitur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun