Vantar fleiri fundi Pawel Bartoszek skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun