Dómsvald Vegagerðarinnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. september 2013 06:00 Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun