Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2013 08:00 Vaxandi þrýstingur er á loftslagsfræðinga að finna góðar skýringar á því hvers vegna hægt hefur á hlýnuninni síðustu ár. Fréttablaðið/AP Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira