Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2013 08:00 Vaxandi þrýstingur er á loftslagsfræðinga að finna góðar skýringar á því hvers vegna hægt hefur á hlýnuninni síðustu ár. Fréttablaðið/AP Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira