Meira fyrir minni peninga Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2013 06:00 Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun