Meira um brotthvarf Hrönn Baldursdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun