Borgarstjórn hrósað Dagur B. Eggertsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Tengdar fréttir Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa.
Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar