Íslendingar snúa heim Steingrímur J. Sigfússon skrifar 20. apríl 2013 06:00 Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun