Stjórnarskráin er enn á floti Árni Þór Sigurðsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun