Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun