Næsti fjármálaráðherra Pawel Bartoszek skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun