Hjartanlega sama? Teitur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama?
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun