Betra skipulag Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun