Stuðningsgrein: Þannig er Guðbjartur Dagur og Oddný skrifar 21. janúar 2013 16:00 Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun