Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2013 20:15 Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira