Fótbolti

Kristján Flóki til FCK

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason gengur í raðir danska knattspyrnuliðsins FC Kaupmannahafnar þann 1. júlí. Flóki skrifaði undir þriggja ára samning við danska félagið í dag.

„Ég er kominn hingað til að bæta mig í fótbolta og hlakka mikið til," segir Flóki í viðtali á heimasíðu FCK. Hann segist reikna með að spila með 19 ára liði félagsins til að byrja með en vonandi með aðalliði félagsins innan nokkurra ára.

„Ég kaus FC Kaupmannahöfn af því félagið er eitt það stærsta í Skandinavíu og Evrópu," segir Flóki sem hefur verið iðinn við kolann með yngri landsliðum Íslands. Þá hefur hann verið í stóru hlutverki með FH á undirbúningstímabilinu og verið í fremstu víglínu.

„Ég er framherji, sterkur og fljótur," segir Flóki aðspurður um sína helstu kosti sem knattspyrnumaður. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Hjá FCK hittir Flóki fyrir Rúrik Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Sölva Geir Ottesen.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×