Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar