Ræðum um staðreyndir 16. nóvember 2012 06:00 Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar