Ræðum um staðreyndir 16. nóvember 2012 06:00 Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun