Nashyrningar í krossaprófi Pawel Bartoszek skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar