Almannahagur til lengri tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 12. september 2012 08:45 Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun