Almannahagur til lengri tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 12. september 2012 08:45 Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar