Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun