Um smálán Árni Páll Árnason skrifar 10. maí 2012 06:00 Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar