Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár Ellen Calmon skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun