Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár Ellen Calmon skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar