Barnaskattar Jóhönnu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna?
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun