Barnaskattar Jóhönnu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar