Að virkja meira og meira, meira í dag en í gær? 29. mars 2012 08:00 Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun