Nýr ríkiskapítalismi Einar Benediktsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Á fáum áratugum hafa ríkisfyrirtæki í Kína, Rússlandi og víðar vaxið svo ört að verða risar á heimsvísu. Spurt er hvort þetta boði nýjan ríkiskapítalisma í anda Lenins og að frjálshyggjan sé á undanhaldi? Mætti væntanlega byrja á þeirri byrjun, að arfleifð 20. aldarinnar var útbreiðsla um heimsbyggðina á túlkun Lenins á kenningum Marx; óhjákvæmileg framvinda sögunnar hefði sannast á byltingunni í Rússlandi. Þessi sögutúlkun verður trúaratriði byltingarsinna í anda Kommúnistaávarpsins. Þá mæla Lenin og síðar Stalin svo fyrir, að allar fórnir og útrýmingar eða „hreinsanir" á milljónum andstæðinga með járnhörðu einræði væru bæði réttlætanlegar og nauðsynlegar. Allar greinar atvinnulífsins voru að sjálfsögðu ríkisreknar en Sovétríkin voru óralangt á eftir kapítalismanum í framleiðni og vörugæðum. Undantekningin var vopnaframleiðsla. Aðeins yrði tímabundin töf á aðlögun að hinu nýja sæluríki, alræði öreiganna. Ekkert bólaði á því og íslenskir kommúnistar biðu að virtist þolinmóðir eftir því að að Eyjólfur hresstist, eins og sagt var. Í janúarlok 2012 var vikuritið The Economist helgað vaxandi ríkiskapítalisma, þjóðfélagsnýjung hins komandi heimshluta í framför (e. The Emerging World"s New Model). Vísað er til aðalfyrirmyndarinnar með eldrauðri forsíðumynd af Lenin. Það var í Singapore að þessi nýi ríkiskapítalismi heldur innreið sína og var algjör ríkisforsjá látin ráða. Singapore nær geypimiklum árangri í að fá til sín erlendar fjárfestingar. Þetta tekur forsetinn Deng Xiaoping Kínverjum til fyrirmyndar og hafin er innreið erlendra fyrirtækja til landsins og 1,3 milljarða Kínverja í heimsvæðinguna. Deng og eftirmaðurinn Jiang Zemin og þeirra kynslóð leiðandi manna höfðu menntast eða hlotið starfsþjálfun í iðnaðarrekstri í Sovétríkjunum. Þriðji þátturinn í þróun nýs ríkiskapítalisma kemur eftir hrun Sovétríkjanna og yfirgang oligarkanna svonefndu, flokksgæðinga sem sölsuðu undir sig hluta alls hagkerfis landsins. Pútín forseti stöðvar þá þróun og kemur iðngreinum undir ríkið eða eftirlit þess. Veldi þessa nýja kapítalisma má m.a. ráða af risavöxnum aðalbækistöðvum fyrirtækjanna í Beijing, Moskvu og Kúala Lúmpúr. Ríkisfyrirtæki eru í heildina næstum allt markaðsvirðið á kauphöllunum í Kína og Rússlandi og ráðstafa miklu af risavöxnum þróunar- og fjárfestingarsjóðum. Í Kína lýtur stjórnun á efnahagslífinu flokksvaldi, umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum ríkiskapítalismans. Um það sér sérstök ríkisstofnun og deild í kommúnistaflokknum sem er til margvíslegra áhrifa. Áhersla hefur verið lögð á háa menntun og að forystumenn séu þar jafnokar erlendra keppinauta, enda hefur mikill fjöldi Kínverja sótt háskólanám í Evrópu og Bandaríkjunum. Kínversk stjórnvöld telja sig sýnilega standa í hörkubaráttu við vestræn ríki um hráefni, einkum olíu. Þeir leita m.a. til landa sem Vesturveldum hugnast ekki til samskipta, svo sem Súdan og eru þar 10.000 Kínverjar við störf. Þar sem annars staðar er um að ræða uppbyggingu iðnaðar og vissra grunnstoða efnahagslífsins með kínversku vinnuafli, sem ferðalangur sagði mér að ætti við um nýbyggingar hótela í Karíbahafi. Þá eru auðlindir norðurskautsins heillandi með mikið af öllum ónýttum olíuforða heims auk jarðgass. Alkunna er að norðausturhluti Íslands er ákjósanlegur fyrir hafnir sem þjóni nýrri siglingaleið sem og olíuiðnaði. Þann 23. febrúar kom fregn sem staðfestir að einmitt þarna geti risið smækkuð íslensk útgáfa af Stavanger eða Aberdeen í olíuumsvifum. Upplýst var að jarðlagsrannsóknir við Jan Mayen bendi til þess að olíu sé að finna einmitt á Drekasvæðinu sem Íslendingar eiga að hluta. Grímsstaðir á Fjöllum eru æskilegt bakland aðila ef þeir vilja troða sér að hugsanlegri auðlindanýtingu. Þá kynni að þurfa aðstöðu fyrir fjölmennt vinnulið, flugvöll og staðsetningu rannsókna fyrir norðurskautið. Varla ætti ekki að þurfa að ræða hverjir eru þjóðarhagsmunir varðandi eigu/leiguhald 300 ferkílómetra jarðnæðisins þarna, né ætti heldur að vera neinn árekstur aðila um þetta. Þá eru Noregur og Ísland í lykilstöðu fyrir miklar gámahafnir vegna nýrrar siglingaleiðar á norð-austur slóðinni um heimskautið. Landfræðileg staða Íslands vegna samgangna framtíðar kann að verða mikill þáttur í efnahagslegri framvindu okkar. Kæmi annað til en að hugsanleg ný gámahöfn yrði í íslenskri eigu eins og aðrar hafnir landsins? Svokallaður „öxull ríkiskapítalisma" nær vinsældum sem hugmyndafræði sem sér Bandaríkin dragast inn í skel, Evrópu stríðandi við innri erfiðleika og að ekki sé leiðandi hópur iðnríkja lengur G8-löndin heldur G20. Ríkiskapítalisminn verður aldrei fjöldahreyfing en til árekstra í samskiptum vegna stuðnings hins opinbera sem óstutt einkaframtak mætir. Það verður æ meira pólitískt vandamál að ríkisstuðningur Kínverja kosti Bandaríkin og Evrópu fjölda starfa. Mjög eru skoðanir skiptar um framtíð ríkiskapítalisma en vöxtur hans er ein aðalbreytingin á hagkerfi heimsins undanfarin ár. Er þetta alda framtíðarþróunar eða enn eitt dæmið um ríkisforræði sem mistekst? Hvernig geta ríkin séð eigin fyrirtækjum fyrir nægilegu eftirliti, forðað því að þau verði peningahít í lélegum rekstri eða tryggi tækniframfarir? Úttekt Economist færir rök til hins gagnstæða og telur að eftirlíkingar hvers kyns af vestrænni framleiðslu og lærdómur af rekstraraðferðum verði styrkur ríkiskapítalismans. Helsti dragbítur hans sé vöntun á athafnafrelsi við að vera armur hins opinbera og spilling. En barátta á 21. öld verði ekki á milli kapítalisma og sósíalisma, heldur á milli mismunandi útgáfa af kapítalisma. Kína verður í broddi fylkingar: landið er efnahagslegt ofurveldi – superpower- og á hraðri leið með að skáka Bandaríkjunum sem herveldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Á fáum áratugum hafa ríkisfyrirtæki í Kína, Rússlandi og víðar vaxið svo ört að verða risar á heimsvísu. Spurt er hvort þetta boði nýjan ríkiskapítalisma í anda Lenins og að frjálshyggjan sé á undanhaldi? Mætti væntanlega byrja á þeirri byrjun, að arfleifð 20. aldarinnar var útbreiðsla um heimsbyggðina á túlkun Lenins á kenningum Marx; óhjákvæmileg framvinda sögunnar hefði sannast á byltingunni í Rússlandi. Þessi sögutúlkun verður trúaratriði byltingarsinna í anda Kommúnistaávarpsins. Þá mæla Lenin og síðar Stalin svo fyrir, að allar fórnir og útrýmingar eða „hreinsanir" á milljónum andstæðinga með járnhörðu einræði væru bæði réttlætanlegar og nauðsynlegar. Allar greinar atvinnulífsins voru að sjálfsögðu ríkisreknar en Sovétríkin voru óralangt á eftir kapítalismanum í framleiðni og vörugæðum. Undantekningin var vopnaframleiðsla. Aðeins yrði tímabundin töf á aðlögun að hinu nýja sæluríki, alræði öreiganna. Ekkert bólaði á því og íslenskir kommúnistar biðu að virtist þolinmóðir eftir því að að Eyjólfur hresstist, eins og sagt var. Í janúarlok 2012 var vikuritið The Economist helgað vaxandi ríkiskapítalisma, þjóðfélagsnýjung hins komandi heimshluta í framför (e. The Emerging World"s New Model). Vísað er til aðalfyrirmyndarinnar með eldrauðri forsíðumynd af Lenin. Það var í Singapore að þessi nýi ríkiskapítalismi heldur innreið sína og var algjör ríkisforsjá látin ráða. Singapore nær geypimiklum árangri í að fá til sín erlendar fjárfestingar. Þetta tekur forsetinn Deng Xiaoping Kínverjum til fyrirmyndar og hafin er innreið erlendra fyrirtækja til landsins og 1,3 milljarða Kínverja í heimsvæðinguna. Deng og eftirmaðurinn Jiang Zemin og þeirra kynslóð leiðandi manna höfðu menntast eða hlotið starfsþjálfun í iðnaðarrekstri í Sovétríkjunum. Þriðji þátturinn í þróun nýs ríkiskapítalisma kemur eftir hrun Sovétríkjanna og yfirgang oligarkanna svonefndu, flokksgæðinga sem sölsuðu undir sig hluta alls hagkerfis landsins. Pútín forseti stöðvar þá þróun og kemur iðngreinum undir ríkið eða eftirlit þess. Veldi þessa nýja kapítalisma má m.a. ráða af risavöxnum aðalbækistöðvum fyrirtækjanna í Beijing, Moskvu og Kúala Lúmpúr. Ríkisfyrirtæki eru í heildina næstum allt markaðsvirðið á kauphöllunum í Kína og Rússlandi og ráðstafa miklu af risavöxnum þróunar- og fjárfestingarsjóðum. Í Kína lýtur stjórnun á efnahagslífinu flokksvaldi, umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum ríkiskapítalismans. Um það sér sérstök ríkisstofnun og deild í kommúnistaflokknum sem er til margvíslegra áhrifa. Áhersla hefur verið lögð á háa menntun og að forystumenn séu þar jafnokar erlendra keppinauta, enda hefur mikill fjöldi Kínverja sótt háskólanám í Evrópu og Bandaríkjunum. Kínversk stjórnvöld telja sig sýnilega standa í hörkubaráttu við vestræn ríki um hráefni, einkum olíu. Þeir leita m.a. til landa sem Vesturveldum hugnast ekki til samskipta, svo sem Súdan og eru þar 10.000 Kínverjar við störf. Þar sem annars staðar er um að ræða uppbyggingu iðnaðar og vissra grunnstoða efnahagslífsins með kínversku vinnuafli, sem ferðalangur sagði mér að ætti við um nýbyggingar hótela í Karíbahafi. Þá eru auðlindir norðurskautsins heillandi með mikið af öllum ónýttum olíuforða heims auk jarðgass. Alkunna er að norðausturhluti Íslands er ákjósanlegur fyrir hafnir sem þjóni nýrri siglingaleið sem og olíuiðnaði. Þann 23. febrúar kom fregn sem staðfestir að einmitt þarna geti risið smækkuð íslensk útgáfa af Stavanger eða Aberdeen í olíuumsvifum. Upplýst var að jarðlagsrannsóknir við Jan Mayen bendi til þess að olíu sé að finna einmitt á Drekasvæðinu sem Íslendingar eiga að hluta. Grímsstaðir á Fjöllum eru æskilegt bakland aðila ef þeir vilja troða sér að hugsanlegri auðlindanýtingu. Þá kynni að þurfa aðstöðu fyrir fjölmennt vinnulið, flugvöll og staðsetningu rannsókna fyrir norðurskautið. Varla ætti ekki að þurfa að ræða hverjir eru þjóðarhagsmunir varðandi eigu/leiguhald 300 ferkílómetra jarðnæðisins þarna, né ætti heldur að vera neinn árekstur aðila um þetta. Þá eru Noregur og Ísland í lykilstöðu fyrir miklar gámahafnir vegna nýrrar siglingaleiðar á norð-austur slóðinni um heimskautið. Landfræðileg staða Íslands vegna samgangna framtíðar kann að verða mikill þáttur í efnahagslegri framvindu okkar. Kæmi annað til en að hugsanleg ný gámahöfn yrði í íslenskri eigu eins og aðrar hafnir landsins? Svokallaður „öxull ríkiskapítalisma" nær vinsældum sem hugmyndafræði sem sér Bandaríkin dragast inn í skel, Evrópu stríðandi við innri erfiðleika og að ekki sé leiðandi hópur iðnríkja lengur G8-löndin heldur G20. Ríkiskapítalisminn verður aldrei fjöldahreyfing en til árekstra í samskiptum vegna stuðnings hins opinbera sem óstutt einkaframtak mætir. Það verður æ meira pólitískt vandamál að ríkisstuðningur Kínverja kosti Bandaríkin og Evrópu fjölda starfa. Mjög eru skoðanir skiptar um framtíð ríkiskapítalisma en vöxtur hans er ein aðalbreytingin á hagkerfi heimsins undanfarin ár. Er þetta alda framtíðarþróunar eða enn eitt dæmið um ríkisforræði sem mistekst? Hvernig geta ríkin séð eigin fyrirtækjum fyrir nægilegu eftirliti, forðað því að þau verði peningahít í lélegum rekstri eða tryggi tækniframfarir? Úttekt Economist færir rök til hins gagnstæða og telur að eftirlíkingar hvers kyns af vestrænni framleiðslu og lærdómur af rekstraraðferðum verði styrkur ríkiskapítalismans. Helsti dragbítur hans sé vöntun á athafnafrelsi við að vera armur hins opinbera og spilling. En barátta á 21. öld verði ekki á milli kapítalisma og sósíalisma, heldur á milli mismunandi útgáfa af kapítalisma. Kína verður í broddi fylkingar: landið er efnahagslegt ofurveldi – superpower- og á hraðri leið með að skáka Bandaríkjunum sem herveldi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar