Stattu upp! Pawel Bartoszek skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun