Áskorun réttarkerfis og samfélags Halla Gunnarsdóttir og Róbert Spanó skrifar 6. febrúar 2012 15:00 Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: „ […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!" Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju." Ofangreind orð hefur Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan University, eftir konu sem kærði mann fyrir nauðgun. Maðurinn var sýknaður en konan hafði engu að síður afar jákvæða upplifun af réttarkerfinu. Til samanburðar bendir Kelly á upplifun konu í máli þar sem sakborningur var fundinn sekur en konan var engu að síður niðurbrotin þegar málinu lauk vegna upplifunar af réttarkerfinu. Liz Kelly var meðal átta fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Evrópuráðið föstudag 20. janúar sl. Um tvö hundruð manns tóku þátt í ráðstefnunni og þar á meðal voru fræðimenn, lögreglumenn, dómarar, saksóknarar, lögmenn, brotaþolar, starfsfólk barnaverndar og fulltrúar grasrótarsamtaka. Barnvinsamlegt réttarkerfiÍ fyrsta hluta ráðstefnunnar var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Einnig var fjallað um svonefndar barnvinsamlegar réttarreglur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Réttarkerfið var vitanlega ekki upphaflega þannig úr garði gert að því væri yfirleitt ætlað að taka á móti börnum en smám saman hefur það þróast til barnvinsamlegri vegar og er litið til Íslands sem fyrirmyndar í þeim efnum, ekki síst með tilkomu Barnahúss. Réttarvernd barna hefur aukist á Íslandi og smám saman er verið að skapa farveg fyrir börn til að greina frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Lokatakmarkið er þó enn fjarri en hvert skref í rétta átt er þýðingarmikið. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var fjallað um meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kom þar meðal annars fram að lagabreytingar kunna að hafa takmörkuð áhrif til þess að auka réttarvernd brotaþola nauðgana ef viðhorfsbreyting fylgir ekki með. Viðhorf samfélagsins endurspeglist á öllum stigum meðferðar nauðgunarmála. Þannig sýna alþjóðlegar rannsóknir að mestar líkur eru á að sakfellt sé í nauðgunarmálum sem bera einkenni þeirrar staðalímynda sem ríkja um nauðganir, t.d. þar sem gerandinn er ókunnugur þolandanum og/eða líkamlegu ofbeldi er beitt. Liz Kelly benti hins vegar á að nauðganir væru mun hversdagslegri en margir gerðu sér í hugarlund. Þær ættu sér oftast stað milli fólks sem þekkist og margfalt oftar en flestir vildu þora að trúa. Í þriðja hluta ráðstefnunnar var boðið upp á þrjár málstofur þar sem fulltrúar fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka leiddu saman sjónarmið sín um meðferð kynferðisbrota. Þannig var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins, hvað leiði til ákæru í nauðgunarmálum og um trúverðugleika og sönnunarmat. Traust og bætt réttarverndKynferðisbrotamál eru mikil áskorun fyrir réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Sé litið til tölfræðinnar hér á landi þá leita hundruð barna, kvenna og karla sér aðstoðar á ári hverju vegna kynferðisofbeldis. Hlutfallslega hljóta fá mál meðferð fyrir dómstólum og má því færa rök fyrir því að réttarkerfið nái aðeins að litlum hluta utan um þessi brot. Með ráðstefnu sem þessari er reynt að varpa ljósi á það hvers vegna svo er. Hugsanlega má með því móti finna leiðir til að auka réttarvernd brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarvernd sakborninga er einnig meiri ef traust ríkir um meðferð brotanna innan réttarkerfisins og að hverju sinni sé grundvallarreglum stjórnarskrár og laga fylgt. Loks er afar mikilvægt að gerðar séu virkar ráðstafanir til að efla forvarnir með aukinni fræðslu og vitund um eðli þessara mála. Það hlýtur að vera markmið allra sem að þessum málum koma að upplifun brotaþola af því að leita réttar síns sé sambærileg því sem konan sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar lýsir. Þannig má byggja upp traust um að allt sé gert til að leiða fram sannleikann og þannig geta brotaþolar betur unnið úr reynslu sinni, hver sem niðurstaða málaferla er. Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands munu halda áfram samstarfi til að stuðla að opinni, gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu um meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins og vilja þannig leggja sitt af mörkum til áframhaldandi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðstefnan sem hér er vitnað til bar þess merki að ríkur vilji sé til slíks samtals en það eitt og sér er mikilvægur áfangi á langri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: „ […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!" Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju." Ofangreind orð hefur Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan University, eftir konu sem kærði mann fyrir nauðgun. Maðurinn var sýknaður en konan hafði engu að síður afar jákvæða upplifun af réttarkerfinu. Til samanburðar bendir Kelly á upplifun konu í máli þar sem sakborningur var fundinn sekur en konan var engu að síður niðurbrotin þegar málinu lauk vegna upplifunar af réttarkerfinu. Liz Kelly var meðal átta fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Evrópuráðið föstudag 20. janúar sl. Um tvö hundruð manns tóku þátt í ráðstefnunni og þar á meðal voru fræðimenn, lögreglumenn, dómarar, saksóknarar, lögmenn, brotaþolar, starfsfólk barnaverndar og fulltrúar grasrótarsamtaka. Barnvinsamlegt réttarkerfiÍ fyrsta hluta ráðstefnunnar var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Einnig var fjallað um svonefndar barnvinsamlegar réttarreglur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Réttarkerfið var vitanlega ekki upphaflega þannig úr garði gert að því væri yfirleitt ætlað að taka á móti börnum en smám saman hefur það þróast til barnvinsamlegri vegar og er litið til Íslands sem fyrirmyndar í þeim efnum, ekki síst með tilkomu Barnahúss. Réttarvernd barna hefur aukist á Íslandi og smám saman er verið að skapa farveg fyrir börn til að greina frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Lokatakmarkið er þó enn fjarri en hvert skref í rétta átt er þýðingarmikið. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var fjallað um meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kom þar meðal annars fram að lagabreytingar kunna að hafa takmörkuð áhrif til þess að auka réttarvernd brotaþola nauðgana ef viðhorfsbreyting fylgir ekki með. Viðhorf samfélagsins endurspeglist á öllum stigum meðferðar nauðgunarmála. Þannig sýna alþjóðlegar rannsóknir að mestar líkur eru á að sakfellt sé í nauðgunarmálum sem bera einkenni þeirrar staðalímynda sem ríkja um nauðganir, t.d. þar sem gerandinn er ókunnugur þolandanum og/eða líkamlegu ofbeldi er beitt. Liz Kelly benti hins vegar á að nauðganir væru mun hversdagslegri en margir gerðu sér í hugarlund. Þær ættu sér oftast stað milli fólks sem þekkist og margfalt oftar en flestir vildu þora að trúa. Í þriðja hluta ráðstefnunnar var boðið upp á þrjár málstofur þar sem fulltrúar fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka leiddu saman sjónarmið sín um meðferð kynferðisbrota. Þannig var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins, hvað leiði til ákæru í nauðgunarmálum og um trúverðugleika og sönnunarmat. Traust og bætt réttarverndKynferðisbrotamál eru mikil áskorun fyrir réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Sé litið til tölfræðinnar hér á landi þá leita hundruð barna, kvenna og karla sér aðstoðar á ári hverju vegna kynferðisofbeldis. Hlutfallslega hljóta fá mál meðferð fyrir dómstólum og má því færa rök fyrir því að réttarkerfið nái aðeins að litlum hluta utan um þessi brot. Með ráðstefnu sem þessari er reynt að varpa ljósi á það hvers vegna svo er. Hugsanlega má með því móti finna leiðir til að auka réttarvernd brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarvernd sakborninga er einnig meiri ef traust ríkir um meðferð brotanna innan réttarkerfisins og að hverju sinni sé grundvallarreglum stjórnarskrár og laga fylgt. Loks er afar mikilvægt að gerðar séu virkar ráðstafanir til að efla forvarnir með aukinni fræðslu og vitund um eðli þessara mála. Það hlýtur að vera markmið allra sem að þessum málum koma að upplifun brotaþola af því að leita réttar síns sé sambærileg því sem konan sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar lýsir. Þannig má byggja upp traust um að allt sé gert til að leiða fram sannleikann og þannig geta brotaþolar betur unnið úr reynslu sinni, hver sem niðurstaða málaferla er. Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands munu halda áfram samstarfi til að stuðla að opinni, gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu um meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins og vilja þannig leggja sitt af mörkum til áframhaldandi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðstefnan sem hér er vitnað til bar þess merki að ríkur vilji sé til slíks samtals en það eitt og sér er mikilvægur áfangi á langri vegferð.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar