Áskorun réttarkerfis og samfélags Halla Gunnarsdóttir og Róbert Spanó skrifar 6. febrúar 2012 15:00 Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: „ […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!" Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju." Ofangreind orð hefur Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan University, eftir konu sem kærði mann fyrir nauðgun. Maðurinn var sýknaður en konan hafði engu að síður afar jákvæða upplifun af réttarkerfinu. Til samanburðar bendir Kelly á upplifun konu í máli þar sem sakborningur var fundinn sekur en konan var engu að síður niðurbrotin þegar málinu lauk vegna upplifunar af réttarkerfinu. Liz Kelly var meðal átta fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Evrópuráðið föstudag 20. janúar sl. Um tvö hundruð manns tóku þátt í ráðstefnunni og þar á meðal voru fræðimenn, lögreglumenn, dómarar, saksóknarar, lögmenn, brotaþolar, starfsfólk barnaverndar og fulltrúar grasrótarsamtaka. Barnvinsamlegt réttarkerfiÍ fyrsta hluta ráðstefnunnar var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Einnig var fjallað um svonefndar barnvinsamlegar réttarreglur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Réttarkerfið var vitanlega ekki upphaflega þannig úr garði gert að því væri yfirleitt ætlað að taka á móti börnum en smám saman hefur það þróast til barnvinsamlegri vegar og er litið til Íslands sem fyrirmyndar í þeim efnum, ekki síst með tilkomu Barnahúss. Réttarvernd barna hefur aukist á Íslandi og smám saman er verið að skapa farveg fyrir börn til að greina frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Lokatakmarkið er þó enn fjarri en hvert skref í rétta átt er þýðingarmikið. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var fjallað um meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kom þar meðal annars fram að lagabreytingar kunna að hafa takmörkuð áhrif til þess að auka réttarvernd brotaþola nauðgana ef viðhorfsbreyting fylgir ekki með. Viðhorf samfélagsins endurspeglist á öllum stigum meðferðar nauðgunarmála. Þannig sýna alþjóðlegar rannsóknir að mestar líkur eru á að sakfellt sé í nauðgunarmálum sem bera einkenni þeirrar staðalímynda sem ríkja um nauðganir, t.d. þar sem gerandinn er ókunnugur þolandanum og/eða líkamlegu ofbeldi er beitt. Liz Kelly benti hins vegar á að nauðganir væru mun hversdagslegri en margir gerðu sér í hugarlund. Þær ættu sér oftast stað milli fólks sem þekkist og margfalt oftar en flestir vildu þora að trúa. Í þriðja hluta ráðstefnunnar var boðið upp á þrjár málstofur þar sem fulltrúar fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka leiddu saman sjónarmið sín um meðferð kynferðisbrota. Þannig var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins, hvað leiði til ákæru í nauðgunarmálum og um trúverðugleika og sönnunarmat. Traust og bætt réttarverndKynferðisbrotamál eru mikil áskorun fyrir réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Sé litið til tölfræðinnar hér á landi þá leita hundruð barna, kvenna og karla sér aðstoðar á ári hverju vegna kynferðisofbeldis. Hlutfallslega hljóta fá mál meðferð fyrir dómstólum og má því færa rök fyrir því að réttarkerfið nái aðeins að litlum hluta utan um þessi brot. Með ráðstefnu sem þessari er reynt að varpa ljósi á það hvers vegna svo er. Hugsanlega má með því móti finna leiðir til að auka réttarvernd brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarvernd sakborninga er einnig meiri ef traust ríkir um meðferð brotanna innan réttarkerfisins og að hverju sinni sé grundvallarreglum stjórnarskrár og laga fylgt. Loks er afar mikilvægt að gerðar séu virkar ráðstafanir til að efla forvarnir með aukinni fræðslu og vitund um eðli þessara mála. Það hlýtur að vera markmið allra sem að þessum málum koma að upplifun brotaþola af því að leita réttar síns sé sambærileg því sem konan sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar lýsir. Þannig má byggja upp traust um að allt sé gert til að leiða fram sannleikann og þannig geta brotaþolar betur unnið úr reynslu sinni, hver sem niðurstaða málaferla er. Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands munu halda áfram samstarfi til að stuðla að opinni, gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu um meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins og vilja þannig leggja sitt af mörkum til áframhaldandi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðstefnan sem hér er vitnað til bar þess merki að ríkur vilji sé til slíks samtals en það eitt og sér er mikilvægur áfangi á langri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: „ […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!" Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju." Ofangreind orð hefur Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan University, eftir konu sem kærði mann fyrir nauðgun. Maðurinn var sýknaður en konan hafði engu að síður afar jákvæða upplifun af réttarkerfinu. Til samanburðar bendir Kelly á upplifun konu í máli þar sem sakborningur var fundinn sekur en konan var engu að síður niðurbrotin þegar málinu lauk vegna upplifunar af réttarkerfinu. Liz Kelly var meðal átta fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Evrópuráðið föstudag 20. janúar sl. Um tvö hundruð manns tóku þátt í ráðstefnunni og þar á meðal voru fræðimenn, lögreglumenn, dómarar, saksóknarar, lögmenn, brotaþolar, starfsfólk barnaverndar og fulltrúar grasrótarsamtaka. Barnvinsamlegt réttarkerfiÍ fyrsta hluta ráðstefnunnar var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Einnig var fjallað um svonefndar barnvinsamlegar réttarreglur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Réttarkerfið var vitanlega ekki upphaflega þannig úr garði gert að því væri yfirleitt ætlað að taka á móti börnum en smám saman hefur það þróast til barnvinsamlegri vegar og er litið til Íslands sem fyrirmyndar í þeim efnum, ekki síst með tilkomu Barnahúss. Réttarvernd barna hefur aukist á Íslandi og smám saman er verið að skapa farveg fyrir börn til að greina frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Lokatakmarkið er þó enn fjarri en hvert skref í rétta átt er þýðingarmikið. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var fjallað um meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kom þar meðal annars fram að lagabreytingar kunna að hafa takmörkuð áhrif til þess að auka réttarvernd brotaþola nauðgana ef viðhorfsbreyting fylgir ekki með. Viðhorf samfélagsins endurspeglist á öllum stigum meðferðar nauðgunarmála. Þannig sýna alþjóðlegar rannsóknir að mestar líkur eru á að sakfellt sé í nauðgunarmálum sem bera einkenni þeirrar staðalímynda sem ríkja um nauðganir, t.d. þar sem gerandinn er ókunnugur þolandanum og/eða líkamlegu ofbeldi er beitt. Liz Kelly benti hins vegar á að nauðganir væru mun hversdagslegri en margir gerðu sér í hugarlund. Þær ættu sér oftast stað milli fólks sem þekkist og margfalt oftar en flestir vildu þora að trúa. Í þriðja hluta ráðstefnunnar var boðið upp á þrjár málstofur þar sem fulltrúar fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka leiddu saman sjónarmið sín um meðferð kynferðisbrota. Þannig var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins, hvað leiði til ákæru í nauðgunarmálum og um trúverðugleika og sönnunarmat. Traust og bætt réttarverndKynferðisbrotamál eru mikil áskorun fyrir réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Sé litið til tölfræðinnar hér á landi þá leita hundruð barna, kvenna og karla sér aðstoðar á ári hverju vegna kynferðisofbeldis. Hlutfallslega hljóta fá mál meðferð fyrir dómstólum og má því færa rök fyrir því að réttarkerfið nái aðeins að litlum hluta utan um þessi brot. Með ráðstefnu sem þessari er reynt að varpa ljósi á það hvers vegna svo er. Hugsanlega má með því móti finna leiðir til að auka réttarvernd brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarvernd sakborninga er einnig meiri ef traust ríkir um meðferð brotanna innan réttarkerfisins og að hverju sinni sé grundvallarreglum stjórnarskrár og laga fylgt. Loks er afar mikilvægt að gerðar séu virkar ráðstafanir til að efla forvarnir með aukinni fræðslu og vitund um eðli þessara mála. Það hlýtur að vera markmið allra sem að þessum málum koma að upplifun brotaþola af því að leita réttar síns sé sambærileg því sem konan sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar lýsir. Þannig má byggja upp traust um að allt sé gert til að leiða fram sannleikann og þannig geta brotaþolar betur unnið úr reynslu sinni, hver sem niðurstaða málaferla er. Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands munu halda áfram samstarfi til að stuðla að opinni, gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu um meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins og vilja þannig leggja sitt af mörkum til áframhaldandi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðstefnan sem hér er vitnað til bar þess merki að ríkur vilji sé til slíks samtals en það eitt og sér er mikilvægur áfangi á langri vegferð.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun