Í orði en ekki á borði Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun