Í orði en ekki á borði Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun