Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde Arnbjörg Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun