Betri Reykjavík fyrir alla Jón Gnarr skrifar 10. janúar 2012 06:00 Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar. Í byrjun október í fyrra opnaði Reykjavíkurborg samráðsvefinn Betri Reykjavík. Þar gefst íbúum í Reykjavík tækifæri til þess að láta til sín taka varðandi framkvæmdir og þjónustu í höfuðborginni. Borgarbúar geta sett hugmyndir sínar á vefinn um það sem betur má fara. Enn fremur geta þeir skoðað hugmyndir annarra, stutt þær eða hafnað og skrifað rök með eða á móti hugmyndum. Skráðir notendur geta einnig fylgst með ferli þeirra hugmynda sem þeir hafa sett inn eða stutt á vefnum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar skuldbindur sig til að taka hugmyndir sem mests fylgis njóta á Betri Reykjavík til formlegrar afgreiðslu í fagráðum borgarinnar. Nýjar hugmyndir hafa verið teknar af Betri Reykjavík í hverjum mánuði síðan vefurinn opnaði og er stjórnsýsla borgarinnar nú að fara yfir tugi hugmynda frá borgarbúum. Sumar hafa þegar verið afgreiddar. Nú hefur verið ákveðið að setja 300 milljónir í svokallaða hverfapotta. Þessum fjármunum er skipt hlutfallslega eftir mannfjölda í hverfum borgarinnar. Upphæðin er viðbót við þá fjármuni sem varið er til framkvæmda og viðhalds í hverfum Reykjavíkur á hverju ári. Í þessu verkefni geta borgarbúar komið með hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hægt er að setja hugmyndir að slíkum verkefnum inn á Betri Reykjavík undir hnappnum Betri hverfi. Eftir að íbúar hafa vegið og metið hugmyndirnar verða efstu hugmyndirnar kostnaðarmetnar af fagsviðum borgarinnar. Síðan verður þeim stillt upp með aðkomu hverfaráða Reykjavíkurborgar í rafrænum kosningum sem munu fara fram 8.-13. mars nk. Það verður í fyrsta sinn sem slíkar kosningar fara fram á Íslandi. Íbúar Reykjavíkur sem orðnir eru 16 ára geta þá kosið um ákveðin verkefni í sínum hverfum. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í þessu með okkur. Notum þetta frábæra tæki, betrireykjavik.is, til að gera Reykjavík að enn betri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar. Í byrjun október í fyrra opnaði Reykjavíkurborg samráðsvefinn Betri Reykjavík. Þar gefst íbúum í Reykjavík tækifæri til þess að láta til sín taka varðandi framkvæmdir og þjónustu í höfuðborginni. Borgarbúar geta sett hugmyndir sínar á vefinn um það sem betur má fara. Enn fremur geta þeir skoðað hugmyndir annarra, stutt þær eða hafnað og skrifað rök með eða á móti hugmyndum. Skráðir notendur geta einnig fylgst með ferli þeirra hugmynda sem þeir hafa sett inn eða stutt á vefnum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar skuldbindur sig til að taka hugmyndir sem mests fylgis njóta á Betri Reykjavík til formlegrar afgreiðslu í fagráðum borgarinnar. Nýjar hugmyndir hafa verið teknar af Betri Reykjavík í hverjum mánuði síðan vefurinn opnaði og er stjórnsýsla borgarinnar nú að fara yfir tugi hugmynda frá borgarbúum. Sumar hafa þegar verið afgreiddar. Nú hefur verið ákveðið að setja 300 milljónir í svokallaða hverfapotta. Þessum fjármunum er skipt hlutfallslega eftir mannfjölda í hverfum borgarinnar. Upphæðin er viðbót við þá fjármuni sem varið er til framkvæmda og viðhalds í hverfum Reykjavíkur á hverju ári. Í þessu verkefni geta borgarbúar komið með hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hægt er að setja hugmyndir að slíkum verkefnum inn á Betri Reykjavík undir hnappnum Betri hverfi. Eftir að íbúar hafa vegið og metið hugmyndirnar verða efstu hugmyndirnar kostnaðarmetnar af fagsviðum borgarinnar. Síðan verður þeim stillt upp með aðkomu hverfaráða Reykjavíkurborgar í rafrænum kosningum sem munu fara fram 8.-13. mars nk. Það verður í fyrsta sinn sem slíkar kosningar fara fram á Íslandi. Íbúar Reykjavíkur sem orðnir eru 16 ára geta þá kosið um ákveðin verkefni í sínum hverfum. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í þessu með okkur. Notum þetta frábæra tæki, betrireykjavik.is, til að gera Reykjavík að enn betri borg.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun