Fótbolti

Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar einu marka sinna í gær.
Lionel Messi fagnar einu marka sinna í gær. Mynd/AP
Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini.

Messi skoraði þessi 82 mörk í aðeins 69 leikjum og þá hefur hann að auki gefið 39 stoðsendingar á félaga sína. Þessi frábæri fótboltamaður hefur því búið til 121 mark í þessum 69 leikjum eða 1,75 mörk að meðaltali í leik.

Messi skoraði 73 mörk í 60 leikjum með Barcelona sem er nýtt markamet fyrir félagslið á einu tímabili og þá er hann búinn að skora 9 mörk í 9 landsleikjum á þessari leiktíð þökk sé 7 mörk í síðustu 3 landsleikjum sínum.

Leikir og mörk Lionel Messi 2011-12

Barcelona:

Meistaradeildin: 14 mörk í 11 leikjum (9 stoðsendingar)

Ofurbikar UEFA: 1 mark í 1 leik (1 stoðsending)

Spænska deildin: 50 mörk í 37 leikjum (20 stoðsendingar)

Spænski bikarinn: 3 mörk í 7 leikjum (4 stoðsendingar)

Spænski ofurbikarinn: 3 mörk í 2 leikjum (2 stoðsendingar)

Heimsmeistarakeppni félagsliða: 2 mörk í 2 leikjum (1 stoðsending)

Samtals: 73 mörk í 60 leikjum (37 stoðsendingar)

Argentína:

Undankeppni HM: 3 mörk í 5 leikjum (1 stoðsending)

Vináttulandsleikir: 6 mörk í 4 leikjum (1 stoðsending)

Samtals: 9 mörk í 9 leikjum (2 stoðsendingar)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×