Fótbolti

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum | frábær varnarleikur AC Milan

Tveir leikir fóru fram í gær í átta liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Farið var yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport þar sem að Þorsteinn J og sérfræðingar þáttarins krufu leikina til mergjar. Evrópumeistaralið Barcelona sótti AC Milan heim til Ítalíu. Í Frakklandi áttust við Marseille og Bayern München frá Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá AC Milan og Barcelona

AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki sína frá því að Barca og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Di Matteo: Hefði ekki getað beðið um betri úrslit

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var mjög ánægður eftir 1-0 sigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en spilað var á heimavelli Benfica í Portúgal.

Bayern München vann 2-0 sigur í Frakklandi

Bayern München er á góðri leið inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hollendingurinn Arjen Robben lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.

Zlatan: Ég er bjartsýnn fyrir seinni leikinn á móti Barcelona

Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, var ánægður með markalaust jafntefli á móti Barcelona í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn verður á heimavelli Barcelona í næstu viku.

Ribery: Þetta voru fullkomin úrslit

Franck Ribery, leikmaður þýska liðsins Bayern München, var mjög kátur eftir 2-0 útisigur á löndum sínum í Olympique de Marseille í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×