Veruleiki ungs fólks á Íslandi Árni Beinteinn Árnason skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun