Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2025 10:00 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Þar gildir meðal annars að umræða um tölfræði sjálfsvíga sé rétt en árlega eru birtar um þau tölur á vef embættis landlæknis. Þar má sjá að tíðni sjálfsvíga hefur lítið breyst undanfarna áratugi en hún er nú um 11,3 per 100 þúsund íbúa á ári miðað við síðustu 5 ár. Því er nauðsynlegt að gera betur og eins vel og hægt er í hvers kyns forvörnum. Samtal getur bjargað lífi Mörg okkar kunna að bjarga mannslífi með endurlífgun; með því að staðfesta meðvitundarleysi, hringja í 112 eftir hjálp, beita hjartahnoði og nota sjálfvirk hjartastuðtæki þar sem þau eru til taks. Sama gildir um andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Þar gildir í fyrsta lagi að taka eftir; vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Í öðru lagi að hlusta, þora að taka samtalið og spyrja nánar ef við höfum áhyggjur. Í þriðja lagi að leita lausna og hjálpa viðkomandi að finna leiðir að stuðningi og aðstoð en um slíkt má lesa á vefsíðunni gulurseptember.is Loks þarf að fylgja einstaklingnum eftir, spyrja um líðan og hvort aðstoðin fékkst. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum Í janúar 2024 var stofnuð, undir hatti embættis landlæknis ný miðstöð um sjálfsvígsforvarnir sem hlaut hið fallega nafn Lífsbrú. Einnig var stofnaður sjóður með sama nafni til að styðja við forvarnir. Markmiðið er að fækka sjálfsvígum á Íslandi og veita stuðning þeim sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Nú liggur fyrir uppfærð aðgerðaáætlun um sjálfsvígsforvarnir til næstu fimm ára. Áætlunin er í sjö liðum og byggir á 27 aðgerðum. Þær snúa m.a að rannsóknum á sjálfsvígum, fyrst afturvirkt til ársins 2000 og svo er ráðgert að skoða hvert sjálfsvíg jafnharðan. Einnig að efla aðgengi að lágþröskuldaúrræðum án biðtíma fyrir bæði fullorðna og börn. Takmarka þarf eins og hægt er aðgengi að mögulegum leiðum til sjálfsvígs og m.a. efla fræðslu um lyf, ekki síst þau sem geta ýtt undir sjálfsvígshugsanir. Þá verður farið í vitundarvakningu og fræðslu, annars vegar til lykilaðila sem að málum koma (heilbrigðisstarfsfólk, þeir sem sinna sálgæslu, viðbragðaðilar, starfsfólk fangelsa, skóla, félagsþjónustu og hjálparsíma) og hins vegar til fjölmiðlafólks. Ábyrg fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg hefur verndandi áhrif, svokölluð Papageno áhrif meðan óvönduð umfjöllun getur virkað á gagnstæðan hátt, sk. Werther áhrif. Ætlunin er einnig að efla forvarnar- og heilsueflingarstarf meðal barna og ungmenna með áherslu á að efla seiglu, félags- og tilfinningafærni. Mikilvægur liður sjálfsvígsforvarna er að tryggja lágþröskuldaúrræði fyrir fólk sem upplifir vanlíðan, þ.e. Hjálparsíma Rauða krossins, Upplýsingasíma heilsugæslunnar og þjónustu Pieta samtakanna og Bergsins. Loks er ætlunin að samræma og innleiða áhættumat og skráningu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Mikilvægt er einnig að styrkja stuðning við aðstandendur og koma þar á samræmdu lágþröskuldaúrræði á landsvísu. Vísar að þessu er Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð og Örninn. Áhersla á geðheilbrigðismál Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja áherslu á geðheilbrigðismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þegar hefur meðferð vegna fíknisjúkdóma verið styrkt svo um munar. Unnið er að styrkingu úrræða til að stytta bið barna eftir greiningum og meðferð. Fyrir liggur að geðþjónusta í framhaldsskólum verður efld og sömuleiðis hugað að sértækri geðheilbrigðisþjónustu fyrir aldrað fólk. Verið er að hefja tilraunaverkefni varðandi skimun í skólum til að finna börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þróuð verða meðferðarúrræði til samræmis. Hugað er að áframhaldandi þróun lágþröskuldaúrræða auk þess sem sérhæfð þjónusta á Landspítala og hjá Geðheilsuteymi barna á Norðurlandi er styrkt varanlega. Fleira mætti nefna en á næsta fjárlagaári verður svo áfram haldið og er Geðheilbrigðisáætlun grunnur að áframhaldandi styrkingu í geðheilbrigðismálum. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir Kæri lesandi. Kynnum okkur staðreyndir um efnið, t.d. á gulurseptember.is og á sjalfsvig.is. Látum okkur líðan hvers annars varða. Þorum að ræða málin en gerum það af yfirvegun. Við getum öll lagt af mörkum og borið út boðskapinn um að það er hjálp að fá. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Þar gildir meðal annars að umræða um tölfræði sjálfsvíga sé rétt en árlega eru birtar um þau tölur á vef embættis landlæknis. Þar má sjá að tíðni sjálfsvíga hefur lítið breyst undanfarna áratugi en hún er nú um 11,3 per 100 þúsund íbúa á ári miðað við síðustu 5 ár. Því er nauðsynlegt að gera betur og eins vel og hægt er í hvers kyns forvörnum. Samtal getur bjargað lífi Mörg okkar kunna að bjarga mannslífi með endurlífgun; með því að staðfesta meðvitundarleysi, hringja í 112 eftir hjálp, beita hjartahnoði og nota sjálfvirk hjartastuðtæki þar sem þau eru til taks. Sama gildir um andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Þar gildir í fyrsta lagi að taka eftir; vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Í öðru lagi að hlusta, þora að taka samtalið og spyrja nánar ef við höfum áhyggjur. Í þriðja lagi að leita lausna og hjálpa viðkomandi að finna leiðir að stuðningi og aðstoð en um slíkt má lesa á vefsíðunni gulurseptember.is Loks þarf að fylgja einstaklingnum eftir, spyrja um líðan og hvort aðstoðin fékkst. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum Í janúar 2024 var stofnuð, undir hatti embættis landlæknis ný miðstöð um sjálfsvígsforvarnir sem hlaut hið fallega nafn Lífsbrú. Einnig var stofnaður sjóður með sama nafni til að styðja við forvarnir. Markmiðið er að fækka sjálfsvígum á Íslandi og veita stuðning þeim sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Nú liggur fyrir uppfærð aðgerðaáætlun um sjálfsvígsforvarnir til næstu fimm ára. Áætlunin er í sjö liðum og byggir á 27 aðgerðum. Þær snúa m.a að rannsóknum á sjálfsvígum, fyrst afturvirkt til ársins 2000 og svo er ráðgert að skoða hvert sjálfsvíg jafnharðan. Einnig að efla aðgengi að lágþröskuldaúrræðum án biðtíma fyrir bæði fullorðna og börn. Takmarka þarf eins og hægt er aðgengi að mögulegum leiðum til sjálfsvígs og m.a. efla fræðslu um lyf, ekki síst þau sem geta ýtt undir sjálfsvígshugsanir. Þá verður farið í vitundarvakningu og fræðslu, annars vegar til lykilaðila sem að málum koma (heilbrigðisstarfsfólk, þeir sem sinna sálgæslu, viðbragðaðilar, starfsfólk fangelsa, skóla, félagsþjónustu og hjálparsíma) og hins vegar til fjölmiðlafólks. Ábyrg fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg hefur verndandi áhrif, svokölluð Papageno áhrif meðan óvönduð umfjöllun getur virkað á gagnstæðan hátt, sk. Werther áhrif. Ætlunin er einnig að efla forvarnar- og heilsueflingarstarf meðal barna og ungmenna með áherslu á að efla seiglu, félags- og tilfinningafærni. Mikilvægur liður sjálfsvígsforvarna er að tryggja lágþröskuldaúrræði fyrir fólk sem upplifir vanlíðan, þ.e. Hjálparsíma Rauða krossins, Upplýsingasíma heilsugæslunnar og þjónustu Pieta samtakanna og Bergsins. Loks er ætlunin að samræma og innleiða áhættumat og skráningu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Mikilvægt er einnig að styrkja stuðning við aðstandendur og koma þar á samræmdu lágþröskuldaúrræði á landsvísu. Vísar að þessu er Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð og Örninn. Áhersla á geðheilbrigðismál Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja áherslu á geðheilbrigðismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þegar hefur meðferð vegna fíknisjúkdóma verið styrkt svo um munar. Unnið er að styrkingu úrræða til að stytta bið barna eftir greiningum og meðferð. Fyrir liggur að geðþjónusta í framhaldsskólum verður efld og sömuleiðis hugað að sértækri geðheilbrigðisþjónustu fyrir aldrað fólk. Verið er að hefja tilraunaverkefni varðandi skimun í skólum til að finna börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þróuð verða meðferðarúrræði til samræmis. Hugað er að áframhaldandi þróun lágþröskuldaúrræða auk þess sem sérhæfð þjónusta á Landspítala og hjá Geðheilsuteymi barna á Norðurlandi er styrkt varanlega. Fleira mætti nefna en á næsta fjárlagaári verður svo áfram haldið og er Geðheilbrigðisáætlun grunnur að áframhaldandi styrkingu í geðheilbrigðismálum. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir Kæri lesandi. Kynnum okkur staðreyndir um efnið, t.d. á gulurseptember.is og á sjalfsvig.is. Látum okkur líðan hvers annars varða. Þorum að ræða málin en gerum það af yfirvegun. Við getum öll lagt af mörkum og borið út boðskapinn um að það er hjálp að fá. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun