Sköpum samstöðu 16. desember 2011 06:00 Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar