Opið bréf til alþingismanna - Hugsum stórt en lítum lágt Örn Bárður Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítalans og haft eftir Birni Zoëga forstjóra: „Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknarþjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stunduð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stendur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfsfólk þar hefur áhyggjur af afdrifum deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennskaÍ niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórnmálaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsályktunartillaga Alþingis. Skýrslan verður því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fagaðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjárlögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangsröðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til forgangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðulaust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættismönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknarþjónustu raðað í annan forgangsflokk af fjórum. Sé það trú alþingisþingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líknarþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofnfélagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjónustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferðilegt mál? Talað er um að koma sjúklingum fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endurbæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, siðferði, heiður og hollusta við grunngildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknarþjónustu. Virðing þjóðar og reisnEin þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunnsama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlendingur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi annars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kærleika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa málsvara og verndara. Aldraðir sjúklingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn manneskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjónustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. "Það er komið nóg!“Göngum ekki fram hjá varnarlausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeildarinnar á Landakoti, efla líknardeildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvernig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítalans og haft eftir Birni Zoëga forstjóra: „Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknarþjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stunduð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stendur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfsfólk þar hefur áhyggjur af afdrifum deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennskaÍ niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórnmálaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsályktunartillaga Alþingis. Skýrslan verður því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fagaðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjárlögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangsröðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til forgangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðulaust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættismönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknarþjónustu raðað í annan forgangsflokk af fjórum. Sé það trú alþingisþingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líknarþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofnfélagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjónustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferðilegt mál? Talað er um að koma sjúklingum fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endurbæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, siðferði, heiður og hollusta við grunngildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknarþjónustu. Virðing þjóðar og reisnEin þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunnsama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlendingur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi annars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kærleika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa málsvara og verndara. Aldraðir sjúklingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn manneskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjónustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. "Það er komið nóg!“Göngum ekki fram hjá varnarlausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeildarinnar á Landakoti, efla líknardeildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvernig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun