Af leikskólamálum Jón Gnarr skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun