

Umrót í Evrópu
Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega?
Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi.
En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið?
n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði.
n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli
n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía.
n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár?
Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna.
Skoðun

Átök Bandaríkjanna við Evrópu
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna
Aron Heiðar Steinsson skrifar

„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu
Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar

Gull og gráir skógar
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Afstaða háskólans
Björn Þorsteinsson skrifar

Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn
Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar

Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað
Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar

Eigandinn smánaður
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir
Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar

Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda?
Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar

Halla hlustar
Benedikt Ragnarsson skrifar

Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands
Hrannar Baldursson skrifar

Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi
Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar

Flosa sem formann
Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar