
Betri Reykjavík fyrir fólkið
Betri Reykjavík er vettvangur þar sem íbúar geta sett fram hugmyndir sínar og röksemdir um framkvæmdir og þá margvíslegu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir.
Vefurinn mun snerta flesta þætti þess hvernig stjórnsýsla borgarinnar og stjórnmálamenn vinna með hugmyndir og tillögur borgarbúa sem snúa að því að bæta þjónustuna og gera borgina enn betri en hún er.
Borgarbúar geta átt samræður um hugmyndir á vefnum, stutt þær eða hafnað eftir atvikum og gert að sínum. Allt verður þetta opið og sýnilegt á Betri Reykjavík þar sem fram fer lifandi umræða um málefni borgarinnar. Ætti enginn Reykvíkingur að láta vefinn fram hjá sér fara.
Góðar hugmyndir eru gulls ígildi en þær eru lítils virði ef enginn tekur mark á þeim eða fjallar um þær af ábyrgum hætti. Mesta byltingin sem felst í þessum nýja vef er sú að Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að fjalla formlega um þær hugmyndir sem fólkið kýs að styðja á Betri Reykjavík.
Í hverjum mánuði munu hugmyndir fólksins verða teknar af Betri Reykjavík til afgreiðslu í fagráðum Reykjavíkurborgar. Fimm efstu hugmyndirnar í hverjum málaflokki verða teknar fyrir og þeim svarað eins fljótt og auðið er. Verða svörin birt á Betri Reykjavík. Ferli og afgreiðsla fagráðanna á hugmyndum verður sem sagt öllum sýnilegt á einum stað. Þeir sem setja inn hugmyndir sem teknar verða til afgreiðslu af stjórnsýslu borgarinnar munu fá tilkynningar um það í tölvupósti.
Við höfum áður prófað svona vef til að kalla eftir hugmyndum frá Reykvíkingum. Hugmyndavefur, með sama nafni, var opnaður í kringum sveitarstjórnarkosningar 2010. Hann virkaði einstaklega vel. Yfir 25.000 manns notfærðu sér þann vef og ótal góðar hugmyndir komu fram. Svo mikil virkni á lýðræðisvef þykir svo merkileg erlendis að Íbúar Sjálfseignarstofnun, fyrirtækið sem þróaði vefinn í samstarfi við Reykjavíkurborg, hefur þegar hlotið heimsþekkt lýðræðisverðlaun, The World e-Democracy Awards.
Margar hugmyndir sem komu fram á gamla vefnum eru nú þegar orðnar að veruleika í Reykjavík. Má þar nefna sumarlokanir á götum í miðborginni, lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð, að kalla Miklatún Klambratún að nýju, að nýta metan meira, að hefja rannsókn á stjórnun og starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hrun, að hækka fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar og fjölmargt fleira. Sumt er enn í vinnslu enda þarf að útfæra góðar hugmyndir vel.
Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýðsprottnar hugmyndir. Enginn mun eiga hugmyndirnar á vefnum nema fólkið í Reykjavík sem hefur stutt þær þannig að þær nái fram að ganga í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.
Sannfæring mín er sú að Betri Reykjavík geti orðið lýðræði á Íslandi til mikils framdráttar. Vefurinn er í raun einstök tilraun til að gefa fólkinu meira vægi við stjórnun sveitarfélags – gefa því alvöru tækifæri til að láta rödd sína heyrast.
Þegar er farið að huga að því að þróa vefinn enn frekar svo hægt verði að bjóða upp á beinar rafrænar kosningar um einstök mál þar sem notast er við rafræn skilríki eða önnur áreiðanlegri auðkenni. Það mun verða bylting í beinu lýðræði á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Ég vil eindregið hvetja alla Reykvíkinga til að nota þetta frábæra lýðræðistæki sem Betri Reykjavík er. Vefurinn er einstaklega hraðvirkur og einfaldur í notkun. Komið með góðar og gagnlegar hugmyndir sem Reykjavíkurborg getur skoðað af fullri alvöru og framkvæmt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu munum við aldrei geta gert allt sem fyrir okkur er lagt. Það vitum við öll. Ég mun hins vegar leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að gagnlegar hugmyndir af Betri Reykjavík nái fram að ganga.
Takið þátt og njótið vel.
Skoðun

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar