Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar